Vilhjálmur og Katrín halda í flókna ferð til Pakistan

Ferð þeirra hjóna verður flókin.
Ferð þeirra hjóna verður flókin. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja halda nú til Pakistans í flóknustu ferð sína hingað til að sögn breskra stjórnvalda vegna þess hve miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar.

Hjónin halda til borgarinnar Islamabad en dagskrá ferðarinnar verður haldið leyndri en þetta er fyrsta ferð þeirra til Pakistan og fyrsta skipti sem aðilar bresku konungsfjölskyldunnar heimsækja landið síðan 2006. Þá sóttu Karl Bretaprins og eiginkona hans Camilla landið heim. 

Auk Islamabad munu þau einnig heimsækja borgina Mughal, fara upp til fjallanna í norðurhluta landsins og heimsækja vesturhluta landsins sem liggur að landamærum Afganistan.

Dagskrá hjónanna mun heiðra sögulegt samband Bretlands og fyrrverandi nýlendu þess Pakistan, en Pakistan var eitt sinn hluti af Indlandi. 

„Hún [dagskráin] mun þó miða aðallega að því að sýna Pakistan eins og það er í dag, síbreytilega metnaðargjarna þjóð sem hugsar um framtíðina,“ sagði Thomas Drew, sendiherra Bretlands í Pakistan.

Þau munu læra um hvernig Pakistanar takast á við loftslagsbreytingar og þjóðaröryggismál svæðisins auk annarra málefna segir í tilkynningu frá höllinni fyrr í þessum mánuði. 

Karl og Camilla þurftu að stytta heimsókn sína til landsins árið 2006 vegna öryggis eftir að herinn réðst á trúarskóla. Áttatíu manns létust í árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler