Sífellt að giska hverju er verið að ljúga

Arnar Hugi og Gísli.
Arnar Hugi og Gísli. Ljósmynd/Aðsend

Hlaðvarpið Nei? Ha! er hugarfóstur tveggja vina, Arnars Huga Birkissonar og Gísla Grímssonar. Gísli segir að hugmyndin um að gera hlaðvarp hafi kviknað fyrir um tveimur árum síðan. 

„Á þeim tíma var engin fullmótuð hugmynd af því sem við vildum gera. Það ver frekar að við höfðum gaman af því að spjalla og segja sögur. Fólki í kring um okkur virtist hafa gaman af því að hlutsta. Reyndar var vinahópurinn búinn að heyra sömu sögurnar milljón sinnum og það var kominn tími á að stækka hlustendahópinn,“ segir Gísli. 

Nei? Ha! hlaðvarpið mun héðan í frá vera aðgengilegt á vef mbl.is en fyrsta serían er einnig öll aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þættirnir hafa notið góðs gengis og öðlast stóran hlustendahóp. Gísli og Arnar tóku þáttinn upp í beinni með sínum harðasta aðdáendahóp í byrjun ágúst og tókst það vel til.

„Eins og með öll svona verkefni þá var þetta bara lengi vel að blunda í okkur að ráðast í þetta. Eina sem við vissum er að við vildum gera grín hlaðvarp. Upprunalega hugmyndin var að segja ótrúlegar sögur af okkur sjálfum og hlutum sem við hefðum persónulega lent í með kómísktu yfirbragði. Mögulega með gest í hverjum þætti. En fljótlega áttuðum við okkur á því að efnið yrði fljótt að klárast ef okkar sögur yrði þemað í þættinum,“ segir Gísli.

„Arnar var með þá hugmynd að hafa sturlaðar staðreyndir um James Cameron sem fastann lið í hverjum þætti, óháð því hvernig þemað í þættinum yrði. Þegar við gáfum það upp á bátinn að segja sögur af okkur, hugsuðum við okkur að það gæti verið skemmtilegt að segja frekar frá ótrúlegum sögum af þekktum einstaklingum. Sögur sem væru kannski ekki á allra vörum,“ segir Gísli

Upp úr því kom svo grunnhugmyndin að þættinum og varð fyrsti þátturinn um James Cameron. „Við vildum hafa þáttinn þannig uppsettann að við skiptumst á að segja hvorum öðrum sögur þannig að við myndum skiptast á að leita að sögum og vera með umsjón þáttarins,“ segir Gísli.

Gísli og Arnar skiptast á að ljúga að hvor öðrum.
Gísli og Arnar skiptast á að ljúga að hvor öðrum. Ljósmynd/Aðsend

Tveimur dögum áður en þeir tóku upp þáttinn kom upp sú hugmynd að hafa alltaf eina logna sögu í hverjum þætti. „Þetta gerði það af verkum að við erum, ásamt hlustendum, sífellt að giska hverju er verið að ljúga að okkur,“ segir Gísli. 

Hann segir að það vera lykilinn að þáttunum og gera þættina að því sem þeir eru. „Það skemmir ekki fyrir að við erum svo fullir af skít að það er oft erfitt að koma auga á lygasögurnar okkar,“ bætir Gísli við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant