Hvað er Kajak & lúxus?

Margir hafa eflaust klórað sér í kollinum yfir óvenjulegum auglýsingum frá fyrirtækinu Kajak & Lúxus síðustu daga. Það kemur í ljós að fyrirtækið er ekki til í raun og veru og auglýsingarnar eru hluti af kynningarefni fyrir nýja þáttaröð af Venjulegu Fólki í Sjónvarpi Símans Premium.

Hilmar Guðjónsson vakti verðskuldaða athygli í fyrstu þáttaröð sem Tómas, sveimhugi sem keypti af hvatvísi heilan lager af kajökum án þess að segja Júlíönu eiginkonu sinni frá því. Hann átti sér draum um kajakferðaþjónustu sem býður ekki bara upp á kajaka, heldur einnig lúxus. Alls konar lúxus.

Venjulegt fólk snýr aftur

Fyrri þáttaröðin af Venjulegu fólki sló áhorfsmet á síðasta ári hjá í Sjónvarpi Símans Premium. Nú er ný þáttaröð á leiðinni sem framleidd er af Glassriver. Leikstjóri er Fannar Sveinsson og með aðalhlutverk fara sem fyrr, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backman. Frábærir íslenskir sjónvarpsþættir sem fjalla um drama, leikkonudrauma og lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Eitthvað sem við flest getum tengt við.

Ný þáttaröð af Venjulegu fólki kemur í Sjónvarp Símans Premium miðvikudaginn 16. október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant