Fyrirtæki Tönju Ýrar úrskurðað gjaldþrota

Tanja Ýr Ástþórsdóttir.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir.

Fyrirtækið Social Kaktus ehf. sem er í eigu áhrifavaldsins Tönju Ýrar Ástþórsdóttur var úrskurðað gjaldþrota 2. október. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 

Tanja Ýr á 50% hlut í fyrirtækinu á móti Maríu Hólmgrímsdóttur. Fyrirtækið var stofnað af þeim stöllum í janúar 2018 og eru þær báðar prókúruhafar í því. Þær sitja einnig báðar í stjórn og varamaður er maki Maríu, Pálmi Hrafn Tryggvason.

Tilgangur félagsins var sala auglýsinga á samfélagsmiðlum og í gegnum áhrifavalda, ásamt þjónustu og ráðgjöf á samfélagsmiðlum, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Undir rekstri Social Kaktus var meðal annars skartgripaverslunin Bossbabe.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson