Ellen ver vináttu sína og Bush

Portia de Rossi og Ellen Degeneres á leiknum á sunnudag.
Portia de Rossi og Ellen Degeneres á leiknum á sunnudag. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres ver vináttu sína og fyrrverandi forseta Bandaríkjana George W. Bush en þau sáust sitja saman á fótboltaleik á sunnudag.  

Repúblikaninn Bush var á móti hjónabandi samkynheigðra þegar hann var í embætti og gagnrýndu margir hina samkynhneigðu og frjálslyndu Ellen fyrir að sitja við hlið hans á fótboltaleik.

Í þætti sínum á mánudag sagði Ellen að það væri einföld ástæða fyrir því að þau hefðu setið saman á leiknum.  „Ég er vinkona George Bush. Ég er vinkona margra sem hafa ekki sömu skoðanir og ég,“ sagði Ellen.

Ellen sagði að henni og eiginkonu hennar Portiu de Rossi hefði verið boðið á leik Dallas Cowboys í Dallas á sunnudag af Charlotte Jones en Jones er dóttir Jerry Jones, eiganda Dallas Cowboys. Þær hafi svo fengið sæti í fínni stúku og við hlið þeirra hafi Bush og eiginkona hans setið. Það hafi ekki verið hið minnsta vandamál, enda væru þau Bush góðir vinir. 

Hún sagði einnig að hún gerði sér grein fyrir að allir hefðu ekki sömu skoðanir og hún og að þótt fólk hefði aðrar skoðanir en hún gæti hún samt verið vinkona þeirra. Hún endaði innslag sitt um vinskap þeirra Bush á að þakka honum fyrir skemmtilegt síðdegi og sagði hann skulda henni 6 dollara fyrir snakk sem hún keypti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson