Banna myndatökur á Húsavík

Tökur á kvikmyndinni munu að öllum líkindum hafa áhrif á …
Tökur á kvikmyndinni munu að öllum líkindum hafa áhrif á daglegt líf í bænum. Ljósmynd/Heiðdís Hafþórsdóttir

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu að myndatökur af kvikmyndastöðum fyrir Eurovision-kvikmyndina séu bannaðar. Hann biðlar einnig til fólks að drónum verði ekki flogið yfir eða nálægt kvikmyndatökustöðum meðan á tökum stendur. 

Í tilkynningunni segir að von sé á 250 manns til bæjarins. Fjöldi bæjarbúa komi að verkefninu með einum eða öðrum hætti og nokkrir hafi leigt út eignir sínar tímabundið til verkefnisins. 

Kristján segir að um einstakan viðburð sé að ræða og því sé mikilvægt að íbúar standi saman og láti þetta verkefni ganga eins vel og kostur er. Hann vonast til þess að þetta hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant