Braut framtennurnar í Sjallanum

Birgitta Haukdal er dómari í Jólastjörnunni 2019.
Birgitta Haukdal er dómari í Jólastjörnunni 2019. Ljósmynd/Sveinn Speight

Birgitta Haukdal segir að allir geti lært að syngja og oft heillast hún frekar af sérstökum röddum og fallegri túlkun en fullkomnum söng. Birgitta er í dóm­nefnd í Jóla­stjörn­unni sem sýnd verður í Sjón­varpi Sím­ans en í þátt­un­um keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tón­listar­fólki lands­ins í Hörpu fyr­ir jól. 

„Ég hrífst af ólíkum röddum og túlkun eftir því hvernig stendur á hjá mér. Stundum finnst mér ég hreinlega hrífast meira af túlkun laga en því hvort nóturnar og „pitch“ sé fullkomið. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað við Íslendingar eigum margt hæfileikaríkt ungt tónlistarfólk og mér finnst eins og þau séu lengra komin í þjálfun og vitund á tónlist en mín kynslóð var á sama aldri. Ætli það megi ekki þakka internetinu og betra aðgengi að tónlist?“ segir Birgitta. 

Birgitta segir að allir geti lært að syngja. 

„Við fæðumst ekki syngjandi þó svo að margir þjálfi upp með sér söng frá unga aldri. Þeir sem gerðu það ekki þurfa meiri hjálp en hinir til að finna sína tónvissu en með æfingu geta allir sungið.“

Hefur þú lent í vandræðalegum eða óþægilegum atvikum á sviði?

„Já og já. Ég get nefnt svo margt. Til dæmis voru framtennurnar mínar brotnar á Sjallanum. Ég stökk bak við svið í miðju lagi og kastaði upp á Sauðárkróki. Ég söng og lék rifbeinsbrotin í Borgarleikhúsinu og svona gæti ég lengi talið.“

Hvað þarf jólastjarnan að hafa í huga þegar hún syngur fyrir dómnefnd?

„Auðvitað er óþarfi að nefna góða lagvissu en nærvera, tjáning, túlkun og sjarmi spilar alltaf inn í svona störf.“

Hvað er svona æðislegt við jólin?

„Kyrrðin, fjölskyldan, tónlistin, bækurnar, maturinn, kertaljósin, konfektið og ekki má sleppa því að nefna spenninginn og gleðina í börnunum mínum.“

Skrán­ingu í jólastjörnuna 2019 lýk­ur á miðnætti miðviku­dag­inn 14. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur sem fara fram laug­ar­dag­inn 26. októ­ber og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri. Þú get­ur skráð þig HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson