Hætti ekki vegna drykkjuvanda

Anne Hathaway er hætt að drekka.
Anne Hathaway er hætt að drekka. mbl.is/AFP

Leikkonan Anne Hathaway greindi frá því í byrjun árs að hún væri hætta drekka á meðan sonur hennar byggi enn heima. Sonurinn er fæddur árið 2016. Á dögunum útskýrði hún ákvörðun sína betur í viðtali við Modern Luxury. Segist hún ekki hafa ákveðið að hætta vegna þess að hún átti við drykkjuvandamál að stríða. 

Segist Hathaway drekka þannig að hún glími við mikla þynnku eftir drykkjuna. Það sé hreinlega ekki í boði þegar hún er með barn á heimilinu. Þegar því tímabili lýkur ætlar hún hins vegar að byrja aftur. 

„Ég hætti ekki vegna þess að drykkjan var vandamál. Ég hætti vegna þess að ég drakk þannig að ég fékk mjög mikla þynnku og það var vandamálið,“ sagði leikkonan. „Síðasta þynnkan mín entist í fimm daga. Þegar ég er á því stigi í lífi mínu að ég hef tíma til þess að vera þunn mun ég byrja að drekka aftur en ég mun ekki gera það fyrr en barnið mitt er farið að heiman.“

Hathaway tekur fram að flestir þurfa ekki að grípa til sömu aðgerða og hún. Henni finnst drykkja ekki slæm. Hvernig hún drekkur finnst henni skemmtilegt og frábært en þó ekki þannig skemmtilegt og frábært að það fari með því að eiga barn. Tekur hún þó fram að hún sé ekki að predika. 

Anne Hathaway.
Anne Hathaway. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson