Beyoncé með nýja plötu í heimildamyndinni

Beyoncé laumaði nýrri plötu út með heimildamyndinni Homecoming sem nú …
Beyoncé laumaði nýrri plötu út með heimildamyndinni Homecoming sem nú er komin á Netflix. AFP

Heimildamynd um bandarísku tónlistarkonuna Beyoncé sem kom inn á Netflix í gær geymir óvæntan glaðning — nýja Beyoncé plötu. Tónlistarkonan greindi sjálf frá þessu skömmu áður en heimildamyndin Homecoming, eða Heimkoma, datt inn á Netflix.

Bæði myndin og platan fjalla um tónleika Beyoncé á Coachella tónlistarhátíðinni í fyrra. Það var í fyrsta skipti sem svört tónlistarkona hefur verið aðalnúmerið á hátíðinni og fékk Beyoncé tugi dansara og lúðrasveit til liðs við sig á tónleikunum og vakti athygli á því mikilvæga hlutverki sem háskólar fyrir svarta gegndu á þeim tíma er svartir áttu litla möguleika á að fá inngöngu í aðra háskóla í Bandaríkjunum.

BBC segir að í myndinni og á plötunni sé að finna bæði tónleikaútgáfu af lögunum Crazy In Love og Drunk In Love, sem og endurfundi hennar með stúlknasveitinni Destiny's Child, sem Beyoncé skaut fyrst upp á stjörnuhimininn með.

Þá fá aðdáendur einnig stúdíóupptöku af lagi Maze frá 1981 Before I Let Go.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant