Brotin á spítala eftir óhapp í stiga

Mel B lenti á spítala á dögunum.
Mel B lenti á spítala á dögunum. AFP

Kryddpían Mel B greindi frá því á Instagram að hún hefði ekki bara brotið tvö rifbein heldur líka meitt sig svo mikið á hendi að hún þurfti að fara í þriggja tíma aðgerð. Söngkonan vildi hins vegar ekki tjá sig nákvæmlega um það sem kom fyrir. 

Samkvæmt ET gisti Mel B hjá vini í London um helgina en þegar hún vaknaði og ætlaði niður datt hún niður stiga. Vinur hennar fór með hana á spítala þar sem læknar sögðu hana þurfa að fara í aðgerð. 

Áður hafði talsmaður Mel B greint frá því að hvorki áfengi né önnur vímuefni hefðu átt þátt í óhappi söngkonunnar. Mel B átti að fljúga til Los Angeles á sunnudaginn og í gær átti hún að árita ævisögu sína í New York en ekkert varð úr því. 

Söngkonan á góða að en kryddpíurnar Geri, Mel C og Emma heimsóttu hana á spítalann. 

View this post on Instagram

Thankyou to all the wonderful nurses dr’s and my amazing surgeon for the care and expertise given to me here at the hospital I’ve been staying at,suffering 2 broken ribs a severed right hand needing emergancy care,to having had to have over a 3 hr surgery to repair the damage hence the purple sling,I’ve had to unfortunately cancel my book signing today in NY,I appolagise to each and everyone one of you who bought there tickets to meet me today😩I’m absolutely gutted but I can assure you it WILL happen at a later date,I promise,but for now My right arm/hand is all stitched up and I’m trying to keep still to heal my broken ribs,ohhh the pain,but I’m in super safe hands with the care of everyone here at the hospital!!!!!thank you all for understanding,I love you all #accidentshappen #needtimetoheal #hospital

A post shared by Scary Spice Mel b (@officialmelb) on Dec 10, 2018 at 12:29am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler