Rihanna vildi ekki koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar

Rihanna vildi ekki koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar.
Rihanna vildi ekki koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar. AFP

Tónlistarkonan Rihanna hafnaði boði um að koma fram í hálfleik í Ofurskálinni í febrúar á næsta ári. Ofurskálin er úrslitaleikur ameríska fótboltans, NFL, og er tónlistaratriðið í hálfleik hápunktur skemmtunarinnar að mati margra. Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um að hljómsveitin Maroon 5 muni troða upp í hálfleiknum. 

Samkvæmt heimildum Us Weekly hafnaði Rihanna boðinu því hún styður fótboltakappann fyrrverandi Colin Kaepernick. Kaepernick var fyrstur leikmanna í NFL-deildinni til að krjúpa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður í upphafi leikja. Hann gerði það til að vekja athygli á stöðu minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Margir fylgdu fordæmi hans, en athæfið hefur vakið mikla athygli og eru skiptar skoðanir á því. 

Colin Kaepernick krýpur á meðan þjóðsöngurinn er spilaður.
Colin Kaepernick krýpur á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. AFP

Kaepernick var leikmaður San Francisco 49ers þegar hann hóf að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Hann hefur verið samningslaus síðan í mars 2017. Hann hefur þó ekki setið aðgerðarlaus síðustu mánuði en hann er nú andlit herferðar íþróttavörurisans Nike.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson