Erfiðara en skemmtilegra að vera einn

Ísleifur Eldur Illugason gefur út sitt fyrsta lag undir nafninu …
Ísleifur Eldur Illugason gefur út sitt fyrsta lag undir nafninu Izleifur. Ljósmynd/Aðsend

Rapparinn Ísleifur Eldur Illugason eða Izleifur eins og hann kallar sig var að gefa út nýtt lag í dag, föstudag. Lagið Seðlar fjúka er komið út á Spotify en um er að ræða fyrsta sólólag Izleifs sem var áður í hljómsveitinni Rari Boys. Izleifur segir það að vissu leyti erfiðara að vinna tónlist einn en að sama skapi skemmtilegra.

„Seðlar fjúka þegar ég kem inn,“ rappar Izleifur í laginu en hann segir að þessi lína hafi verið sú fyrsta sem honum datt í hug. Izleifur sem segist bara vera venjulegur strákur í MH á milli þess sem hann sinnir tónlistinni leggur upp með það að fólk skemmti sér þegar það hlustar á lagið og syngi jafnvel með.

Izleifur skrifaði ekki niður textann heldur tók bara upp það sem honum datt í hug. Aðspurður hvort það sé algeng vinnuaðferð í rappheiminum segir hann svo sé. „Auðvitað er hægt að rembast við að skrifa en oft finnst mér það sem virkar best bara vera eitthvað sem kviknar voða fljótt. En svo eru auðvitað önnur lög sem maður þarf að pæla rosa mikið í og skrifa og vanda sig. Stundum kemur þetta bara, stundum er það hræðilegt en stundum er eitthvað varið í það.“

Er öðruvísi tilfinning að vera einn að syngja en að tilheyra hljómsveit?

„Ja mér finnst það allt öðruvísi ferli. Mér finnst ég þurfa að fá miklu meira samþykki á það sem ég er að gera. Ég þarf að vera verulega sannfærður um að aðrir vilji heyra þetta. Ég er eiginlega bara gefa þetta lag út af því að fólk er að segja mér að það vilji hlusta á það.“

Eru feimnari með þitt eigið efni?

Já, sérstaklega þegar maður er mjög kvíðinn sjálfur. Það er erfiðara en að miklu leyti líka skemmtilegra, þú getur alveg ráðið sjálfur. Ef þú ert með einhverja hugmynd þá er það alveg undir þér komið en ekki öðrum,“ segir Izleifur og er ekki frá því að hans rödd sem tónlistarmaður komist betur til skila þegar hann vinnur að efni einn.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant