Náðu samkomulagi á síðustu stundu

Netta Barzilai frá Ísrael sigraði í Eurovision í ár.
Netta Barzilai frá Ísrael sigraði í Eurovision í ár. AFP

Ísraelska ríkissjónvarpið greindi frá því í dag að samkomulag hefði náðst um greiðslu skuldar við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Án greiðslu skuldarinnar hefði verið óvíst hvort Eurovision-söngvakeppnin færi fram í Ísrael á næsta ári.

Söngkonan Netta Barzilai bar sigur úr býtum í keppninni í ár fyrir hönd Ísraels með laginu Toy. Vegna þess verður keppnin haldin í Ísrael á vordögum 2019.

Ísraelskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að ríkissjónvarpsstöð Ísraels, Kan, skuldaði EBU 12 milljónir evra og það yrði að greiða skuldina í dag. 

Kan hafði óskað eftir því að ríkisstjórnin aðstoðaði við greiðsluna. Svörin frá fjármálaráðherra Ísraels voru á þá leið að stöðin ætti að nota eigin sjóði til að greiða EBU.

„Eurovision-vandinn er að baki!“ kom fram í tilkynningu frá Kan í hádeginu í dag. 

„Stöðin mun greiða 12 milljónir evra til að halda keppnina,“ var sagt í fréttum Kan.

„Stöðin sér mikla möguleika í því að sjá um að halda keppnina í Ísrael. Við trúum því að ríkisstjórn landsins muni gera allt sem hún getur til að keppnin verði sem glæsilegust.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson