Hleypur 10 km í kleinuhringjabúningi

Rikki í kleinuhringjabúningnum.
Rikki í kleinuhringjabúningnum. skjáskot//Facebook

Útvarpsmaðurinn Rikki G, eða Ríkharð Óskar Guðnason, ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjarvíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn næstkomandi. Rikki ætlar að hlaupa í kleinuhringjabúningi, en vinir hans kalla hann stundum kleinuhring. Þá hefur Shake&Pizza í Egilshöll hannað shake til heiðurs Rikka, sem ber nafnið Kleinuhringurinn.

Rikki ætlaði að hlaupa 3 kílómetra í skemmtiskokkinu en vegna fjölda áskorana ætlar hann að hlaupa 10 kílómetra. 

Það er kannski réttara að segja vegna áskorana frá áhrifamiklum mönnum en landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Aron Pálmarsson hafa heitið drjúgum upphæðum á Rikka, og hvatt hann til þess að hlaupa 10 kílómetra. Rikki hleypur til styrktar Ljónshjarta, sem eru samtök sem styrkja ungt fólk á aldrinum 20-50 ára sem misst hefur maka sinn. 

Aron Pálmarsson hefur heitið 100 þúsund krónum á Rikka og ætlar Aron Einar Gunnarsson að styrkja félagið um 150 þúsund krónur. Þá hefur fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson einnig heitið 50 þúsund krónum á hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant