Fjórða sería af Peaky Blinders komin

Thomas Shelby skartar nýju útliti í seríu fjögur af Peaky …
Thomas Shelby skartar nýju útliti í seríu fjögur af Peaky Blinders.

Veistu ekkert hvað þú átt að gera af þér í rigningunni? Í stað þess að verða andsetin/n yfir veðurfarinu má alltaf snúa vörn í sókn. Þetta veðurfar gerir það nefnilega að verkum að það eru allir löglega afsakaðir sem vilja bara vera inni að horfa á sjónvarpið. Ef þú ert á þeim buxunum að nenna bara að liggja og horfa þá eru góðar fréttir í vændum. Fjórða serían af Peaky Blinders var nefnilega að koma inn á Netflix. Ef þú ert ekki búin/n að horfa á einn einasta þátt áttu góðar stundir í vændum fyrir framan sjónvarpið. 

mbl.is

Þættirnir fjalla um Peaky Blinders-gengið sem er glæpaklíka í Birmingham í Bretlandi. Þeir sameinast í afbrotum eftir að þeir koma heim til sín eftir að hafa verið hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar heim er komið þurfa þeir að framfleyta sér og smám saman verður til hálfgerð mafía, Peaky Blinders. 

Það sem einkennir hópinn er hvað þeir eru flottir í tauinu og vel klipptir. Þeir láta ekki sjá sig nema í vel pússuðum skóm og í vel sniðnum fötum. Svo eru þeir flestir blóðskyldir sem er kostur en getur líka verið hræðilegur ókostur þegar á móti blæs. 

Höfuðpaur Peaky Blinders er Thomas Shelby en hann er leikinn er af írska leikaranum Cillian Murphy. Hann er eitursvalur og ískaldur en þó er hann þannig gerður að áhorfandinn heldur með honum. Jafnvel þótt hann sé kannski ekki barnanna bestur. 

Í fjórðu seríunni liggur fyrir að Peaky Blinders-hópurinn er kominn í töluvert meiri og alvarlegri vandræði en áður. Atburðarásin er æsispennandi og heillandi en inn í þetta blandast framúrskarandi búningar, förðun og mögnuð kvikmyndataka. Tónlistin í þáttunum er líka alger veisla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson