Obama-hjónin til liðs við Netflix

Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, hafa skrifað undir …
Michelle og Barack Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, hafa skrifað undir samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu sjónvarpsefnis. AFP

Fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, Barack og Michelle Obama, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix nær samningurinn til margra ára.

Obama-hjónin munu starfa undir framleiðslufyrirtækinu Higher Ground Productions en lítið hefur verið gefið upp um hvers konar efni er að ræða en til stendur að framleiða þáttaraðir, heimildamyndir og kvikmyndir í fullri lengd.

„Barack og ég höfum alltaf haft trú á máttinn sem felst í að segja sögur og það hefur veitt okkur innblástur,“ segir Michelle. Því má gera ráð fyrir að áhersla verði lögð á að segja sögur fólks, hverjar svo sem þær verða.

Barack segir að í forsetatíð sinni hafi hann metið það mikils að hafa fengið að kynnast fjölbreyttu fólki og fengið að heyra sögur þess og nú vilji hann gefa því tækifæri til að deila reynslu sinni á breiðari vettvangi.

„Þess vegna erum við Michelle svo spennt að starfa með Netflix - við getum vonandi verið lyftistöng fyrir hæfileikaríkt, hvetjandi og skapandi fólk sem hefur getu til að auka samkennd fólks og skilning. Við viljum hjálpa þeim að deila sögum þeirra með allri heimsbyggðinni,“ segir forsetinn fyrrverandi.  

Framkvæmdastjóri Netflix, Ted Sarandos, segir að Obama-hjónin njóti mikillar virðingar sem opinberar persónur og séu því í einstakri stöðu til að uppgötva áhugavert fólk og varpa ljósi á frásagnir þeirra.

„Við erum ótrúlega stolt að þau hafi valið Netflix til að nýta þá getu sem þau búa yfir til að segja áhugaverðar sögur,“ segir Sarandos. Streymisveitan hefur náð gríðarlegri útbreiðslu síðustu ár. Í lok síðasta árs voru tæplega 118 milljón skráðir notendur á Netflix.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler