Vil helst ekki að fleiri sjái rassinn á mér

Greta Salóme ætlaði ekki að leika í Rauðu myllunni en …
Greta Salóme ætlaði ekki að leika í Rauðu myllunni en svo var ekki aftur snúið. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við erum búin að vera í ströngu æfingaferli og sérstaklega dansararnir, eða í um tvo mánuði núna, og það er óhefðbundið fyrir tónleikasýningu og kannski til marks um hversu langt við göngum með hana. Þessi kvikmynd er náttúrulega algjör klassík og full af einverjum frægustu lögum heims eins og Your Song, Come What may, Nature Boy, Lady Marmelade, Roxanne og fleira,“ segir listamaðurinn Greta Salóme um sýninguna Moulin Rouge eða Rauðu mylluna eins og sýningin heitir á íslensku. Hún sér um tónlistarstjórn ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssonar. Sýningin fer fram í Hörpu á laugardaginn og í Hofi 28. apríl. 

„Þetta er tónleikasýning þar sem við göngum svo miklu lengra en til er ætlast og við ætluðum okkur í byrjun. Búningar, dansar, útsetningar, söngvar, allt hefur orðið miklu stærra í ferlinu og þetta er orðið að einhverju sem enginn má missa af. Unnur Elísabet hefur verið ótrúleg sem danshöfundur og færir þetta á allt annað plan. Sömuleiðis gerir Todmobile hljómsveitin það á sinn einstaka hátt,“ segir Greta Salóme sem ætlaði alls ekki að leika og syngja í sýningunni en annað hefur komið á daginn. 

„Ég ætlaði ekki að leika þetta aðalhlutverk Satín í byrjun og var alls ekki sannfærð eftir nokkra fundi með leikstjóranum frábæra henni Björk Jakobs. En núna hlakka ég mikið til. Það er ýmislegt sem kemur upp á í ferlinu eins og að fá aðalbúninginn sendan til Íslands viku fyrir frumsýningu og það vantar á hann allan rassinn. Þó að flestir Íslendingar hafi nú séð á mér rassinn á forsíðum blaðanna fyrir tveimur árum þá eru það ekki uppákomur sem mig langar til að gera að reglulegum hluti. Þannig að það er búið að sauma pils aftan á rassinn og vonandi allir sáttir,“ segir Greta Salóme og hlær. 

Mikið er lagt í sýninguna en um 100 manns eru á sviðinu og kemur þarna saman landslið leikara, söngvara og hljóðfæraleikara. Í sýningunni er 70 manna kór og 12 atvinnudansarar. Í sýningunni eru auk Gretu Salóme; Eyþór Ingi, Siggi Þór, Hera Björk, Gói, Örn Árna, Heiða Ólafs, Alma Rut, Sigga Eyrún og Elmar Gilberts óperusöngvari svo einhverjir séu nefndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson