Náði af sér 20 aukakílóum

Leikkonan Charlize Theron.
Leikkonan Charlize Theron. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron þurfti að bæta á sig um 20 kílóum fyrir nýjustu mynd sína, Tully. Theron hafði þrjá mánuði til að þyngjast en það tók hana hins vegar eitt og hálft ár að ná af sér kílóunum. 

„Fyrstu þrjár vikurnar eru alltaf skemmtilegar af því þú ert eins og barn í nammibúð. Það var skemmtilegt að fara og fá sér morgunmat á In-N-Out og fá sér tvo sjeika,“ sagði leikkonan í viðtali við ET. Theron segir hins vegar að eftir þrjár vikur hafi þetta ekki verið jafn skemmtilegt. „Ég man að ég þurfti að stilla vekjaraklukkuna um miðja nótt til bara til þess að viðhalda þyngdinni.“

Theron segir að það hafi ekki verið skemmtileg að léttast. „Það tók um það bil eitt og hálft ár. Það var löng leið, mjög löng leið,“ sagði Theron. „Ég var áhyggjufull. Ég var bara, þetta er að taka mjög langan tíma. Af því í Monster þá sleppti ég bara að að fá mér snarl í fimm daga og var góð. Þú veist líkaminn þinn er aðeins öðruvísi 27 ára en líkaminn þinn 43 ára og læknarnir mínir létu mig alveg heyra það. 

Hún segir að fólk hafi tekið eftir þessu, börnin hennar skildu til dæmis ekki af hverju hún hafði bætt á sig og dóttir hennar hélt til að mynda að hún væri ólétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant