Dan Brown heimsækir Ísland

Bandaríski metsöluhöfundurinn Dan Brown er verðandi Íslandsvinur.
Bandaríski metsöluhöfundurinn Dan Brown er verðandi Íslandsvinur. AFP

Rithöfundurinn heimsþekkti Dan Brown er á leiðinni til Íslands um um helgina í nokkurra daga frí. Páll Valsson, útgefandi hjá forlaginu Bjarti sem gefur út bækur Brown hérlendis, segir við mbl.is að hann hafi tjáð rithöfundinum er þeir hittust augliti til auglitis í haust að hann gæti fengið að vera í friði á Íslandi. Fyrst var greint frá komu Brown á Vísi.

„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé vinsælasti rithöfundur heims. Hann hefur selt fleiri bækur en flestir aðrir, tugmilljónir og tugi þúsunda bóka á Íslandi. Það eru svo sem ekki margir sem gera það,“ segir Páll, sem hitti Brown á bókamessunni í Frankfurt síðastliðið haust.

„Um leið og hann frétti að ég væri frá íslenska útgefandanum tók hann svolítinn kipp og sagðist alltaf hafa dreymt um að koma til Íslands. Það eru Íslendingasögurnar og norrænar goðsagnir sem hann er hrifinn af og hefur áhuga á og ég varð ekkert voðalega hissa þegar hann sendi okkur línu mjög fljótlega á eftir og sagðist vera á leiðinni,“ segir Páll.

Síðan þá hefur Páll verið í nokkrum samskiptum við rithöfundinn og starfslið hans. Viðræður hafa staðið yfir um að hann komi fram opinberlega og áriti bækur en ekki liggur neitt fyrir um hvort svo verði.

Brown er fyrst og fremst kominn hingað til að skoða sig um og njóta þess að falla inn í fjöldann eins og hver annar ferðamaður.

„Ég sagði nú við hann, sem hann var hrifinn af, að hann gæti fengi að gera í friði hérna. Hann er vanur ýmsu og er eini rithöfundurinn sem ég hef séð í útgáfuhófi með lífvörð með sér,“ segir Páll.

„Honum fannst það sjarmerandi er ég sagði honum að hann gæti gengið um götur hér í friði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson