Héldu fram hjá og viðurkenndu það

Hvað eiga þau Jay-Z, Kristen Stewart, Hugh Grant og Kris …
Hvað eiga þau Jay-Z, Kristen Stewart, Hugh Grant og Kris Jenner sameiginlegt? Samsett mynd

Framhjáhöld eru algengari en marga grunar. Þau komast oft upp á endanum hvort sem fólk viðurkennir þau eða ekki. Sumar stjörnur hafa beinlínis viðurkennt framhjáhöld sín og meðal annars beðist afsökunar opinberlega rétt eins og People fór yfir. 

Jay-Z

Eitt þekktasta framhjáhald síðari tíma er framhjáhald Jay-Z. Rapparinn hélt fram hjá eiginkonu sinni, söngkonunni Beyoncé, og hafa þau bæði tjáð sig um tímann í gegnum tónlist sína. 

Beyoncé Knowles og eiginmaður hennar Jay-Z.
Beyoncé Knowles og eiginmaður hennar Jay-Z. AFP

Kris Jenner

Raunveruleikastjarnan viðurkenndi fyrir nokkrum árum að hafa haldið fram hjá fyrri eiginmanni sínum, Robert Kardashian. Hún sagðist jafnframt sjá eftir framhjáhaldinu.

Kris Jenner lét sig ekki vanta á tískuvikuna í París.
Kris Jenner lét sig ekki vanta á tískuvikuna í París. AFP

Kristen Stewart 

Leikkonan átti í sambandi við mótleikara sinn úr Twilight, Robert Pattinson, í nokkur ár. Hún hélt hins vegar fram hjá honum með leikstjóranum Rupert Sanders. Hún sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni árið 2012. „Þessi skammvinna óháttvísi hefur sett það mikilvægasta í lífi mínu í hættu, manneskjuna sem ég elska og virði mest, Rob. Ég elska hann, ég elska hann, mér þykir þetta leitt.“

Robert Pattinson og Kristen Stewart á meðan allt lék í …
Robert Pattinson og Kristen Stewart á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Cover Media

Jude Law

Leikarinn viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við barnfóstru sína á meðan hann var trúlofaður leikkonunni Siennu Miller. „Ég vil biðja Siennu og fjölskyldur okkar opinberlega afsökunar á þeim sársauka ég ég hef valdið,“ sagði Law í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. 

Jude Law.
Jude Law. AFP

Hugh Grant

Leikarinn var gripinn glóðvolgur með vændiskonu á meðan hann var í sambandi við Elizabeth Hurley. Þrátt fyrir að Grant og Hurley hafi endað samband sitt eru þau á undarlegan hátt enn mjóg góðir vinir, í rauninni svo góðir vinir að Grant er guðfaðir sonar Hurley. 

Hugh Grant.
Hugh Grant. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant