Fyrsta dragdrottningin fær Hollywood-stjörnu

RuPaul er fyrsta dragdrottningin sem hlýtur stjörnu á frægðargötu Hollywood.
RuPaul er fyrsta dragdrottningin sem hlýtur stjörnu á frægðargötu Hollywood. AFP

Sjónvarpsþáttastjórnandinn og dragdrottningin RuPaul Andre Charles fékk úthlutað stjörnu á frægðargötu Hollywood (e. Hollywood Walk of Fame) í Los Angeles í gær. RuPaul er fyrsta dragdrottningin sem hlýtur stjörnu í Hollywood.

„Þetta er án efa mikilvægasta stund mín á ferlinum,“ segir RuPaul, sem hefur haslað sér völl á síðastliðnum árum á sviði leiklistar, sönglistar, sem fyrirsæta og ekki síst sem persónuleiki og þáttastjórnandi í raunveruleikaþáttunum RuPaul´s Drag Race. Í þáttunum keppast dragdrottningar um að verða næsta vinsælasta dragdrottning Bandaríkjanna.

Í frétt BBC kemur fram að aðdáendur RuPaul röðuðu sér upp við Hollywood Boulevard þegar stjarnan var afhjúpuð og þökkuðu RuPaul sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin samfélagsins.

„Þegar ég  var yngri kom ég hingað og skoðaði allar stjörnurnar og lét mig dreyma um að einn daginn gæti ég verið meðal þeirra,“ segir RuPaul.

Draumurinn hefur svo sannarlega ræst og hann brosti sínu breiðasta þegar Óskarsverðlaunaleikkonan Jane Fonda veitti honum viðurkenninguna. „Mér líður eins og verið sé að slá mig til riddara.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson