Gagnrýnir íslensk fótboltayfirvöld

Linda Björg Árnadóttir hönnuður.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður. mbl.is/Árni Sæberg

Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir er ekki ánægð með hvernig staðið var að hönnun nýju landsliðsbúninganna sem KSÍ kynnti í vikunni. Í byrjun átti að fá íslenska hönnuði til þess að taka þátt í hönnunarsamkeppni fyrir nýju búningana. 

Linda Björg skrifar facebookfærslu þar sem hún segist hafa skrifað samkeppnislýsingu að beiðni forsvarsmanns ERREA á Íslandi. Hafði Linda Björg samband við þrjá íslenska hönnuði sem höfðu komið að hönnun íþróttafatnaðar. Það hefði hins vegar komið í ljós að fyrirtækið vildi ekki borga mikið fyrir hönnunina. 

„Ljóst var að hönnun á slíkum búningi er heilmikil vinna. Í ljós kom að ERREA vildi einungis greiða 100 þús. fyrir vinningstillöguna en 30 þús. fyrir aðrar innsendar tillögur. Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús. Ég sendi út formleg boð til viðkomandi hönnuða og ég veit fyrir víst að allavega einn skilaði inn tillögu. Ég kom ekki frekar að þessu máli og ERREA svaraði ekki fyrirspurn minni um innsendar tillögur en læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ skrifaði Linda Björg. 

„Mér finnst líklegt að framleiðsla á einni treyju kosti innan við 100 ísk og að seldar hafi verið allavega 50-60 þús. treyjur af EM 2016-týpunni. Hún kostar um 6.000 í heildsölu og 9.990 á errea.is.“

Telur Linda Björg að það hafi ekki skort peninga í verkefnið en hins vegar alls ekki mátt greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler