Herjólfur vinsælli en Vilborg

Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju …
Eyjamenn velta þessa dagana fyrir sér nafni á nýrri ferju og á Bolludag stóð bakarí í Eyjum fyrir skemmtilegri nafnakosningu. Mynd/Eyjabakarí

Fjörugar umræður urðu meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að netmiðillinn Eyjar.net birti vangaveltur um að ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. Til tals hefur komið að nefna ferjuna Vilborgu eftir dóttur landnámsmannsins Herjólfs Bárðarsonar.

Enn deilt um nafnið

Enn virðast skiptar skoðanir á því hvort nýja ferjan eigi að heita Vilborg eða Herjólfur og ákvað Eyjabakarí því að kanna málið. Á bolludeginum var viðskiptavinum boðið að kaupa bollurnar Herjólf og Vilborgu, undir þeim formerkjum að þeir tækju þannig afstöðu til nafnsins í leiðinni. 

70% völdu Herjólfsbolluna

Morgunþátturinn Ísland vaknar á K100 hafði heyrt í starfsmönnum bakarísins um morguninn í tilefni af bolludeginum og nafnaleiknum. Síðdegisþátturinn Magasínið fylgdi könnuninni eftir rétt fyrir lokun bakarísins og var niðurstaðan afgerandi. Herjólfsbollan, sem var með súkkulaði, reyndist langvinsælust og var hún valin í 70% tilvika. 30% viðskiptavina keyptu hins vegar Vilborgarbolluna, sem var með bleikum glassúr og jarðarberjarjóma, að sögn Elínar Rósar Helgadóttur í bakaríinu.  

Hér má hlusta á viðtal við hana í heild.

Hér má sjá hvernig Eyjabakarí kynnti með stolti nafnakosningu á …
Hér má sjá hvernig Eyjabakarí kynnti með stolti nafnakosningu á bollunum Vilborgu og Herjólfi. Mynd/Eyjabakarí
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant