The Shape of Water valin besta myndin á PGA

Elisa Esposito og veran dularfulla.
Elisa Esposito og veran dularfulla.

Rómantíska fantasían The Shape of Water í leikstjórn Mexíkóans Guillermos del Toros var valin besta kvikmynd ársins á Producers Guild Awards-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Myndin hlaut Gullna ljónið í Feneyjum í haust og er tilnefnd til 12 BAFTA-verðlauna. 

Hún hlaut fern verðlaun á hátíð kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum nýverið. Meðal annars sem besta kvikmyndin og fyrir besta leikstjórn.

Myndin fjallar um húsvörð á rannsóknarstofu ríkisins á sjötta áratug síðustu aldar sem verður ástafanginn af veru sem er geymd í vatnstanki á rannsóknarstofunni.

Húsvörðurinn Elisa Esposito er mállaus eftir hálsáverka sem hún hlaut sem barn og tjáir sig með táknmáli. Hún býr ein í íbúð í Baltimore á tímum kalda stríðsins og starfar hjá leynilegri rannsóknarstofu á vegum hins opinbera. 

Komið er með veru sem hefur verið fönguð í fljóti í Suður-Ameríku og er geymd í vatnstanki á rannsóknarstofunni. Veran er froskmaður (humanoid amphibian) og mynda þau Elisa náin tengsl. 

Margir telja að myndin fái fjölmargar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár en hún þykir sú besta sem Toro hefur gert í langan tíma. Tilkynnt verður um óskarsverðlaunatilnefningarnar á þriðjudag. 

Guillermo del Toro var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þar sem hann situr við sjúkrabeð föður síns í Mexíkó. 

Myndin Coco var valin besta teiknimyndin en hún fjallar einmitt um dag hinna dauðu í Mexíkó. 

Sjónvarpsþáttaröðin The Handmaid's Tale þótti sú besta á PGA-hátíðinni en þáttaröðin hlaut átta Emmy-verðlaun og tvenn Golden Globe-verðlaun.

Guillermo del Toro var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þar …
Guillermo del Toro var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þar sem faðir hans er fársjúkur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant