Yfir hundrað manns mætti

Páll Óskar fer með hlutverk Frank N Furter.
Páll Óskar fer með hlutverk Frank N Furter. ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir

Æfingar eru hafnar á söngleiknum Rocky Horror sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 16. mars. Mikill spenningur er fyrir verkinu og mættu yfir hundrað manns á opinn samlestur á því í vikunni. 

Á samlestrinum lásu leikararnir verkið í heild og sungu auk þess lögin við píanóundirleik Jóns Ólafssonar, sem er tónlistarstjóri í sýningunni. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Franks N. Furters en hann lék persónuna einmitt líka þegar leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp á tíunda áratugnum. 

Marta Nordal leikstýrir fleiri stjörnum í verkinu en tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson fer með hlutverk Eddies og Brynhildur Guðjónsdóttir með hlutverk Magentu. 

Fimmtudaginn 1. febrúar verður sérstakur forsöludagur þar sem fólki gefst tækifæri til að tryggja sér miða áður en almenn sala hefst.

Verkið var lesið heild sinni og lögin sungin á fyrsta …
Verkið var lesið heild sinni og lögin sungin á fyrsta samlestri Rocky Horror. ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant