Underworld á Sónar

Hljómsveitin Underworld.
Hljómsveitin Underworld. Wikipedia/Torrensmike

Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík, segir í fréttatilkynningu.

Underworld er þekkt á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum, segir enn fremur í tilkynningu.

„Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012,“ segir í tilkynningu.

Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur.

 Hér er hægt að lesa allt um Sónar

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant