Gítarleikari AC/DC látinn

Plötur AC/DC hafa selst í yfir 200 milljónum eintaka um …
Plötur AC/DC hafa selst í yfir 200 milljónum eintaka um heim allan. Af Facebook-síðu AC/DC

Ástralski gítarleikarinn og einn af stofnendum hljómsveitarinnar AC/DC, Malcolm Young, er látinn.

Young, sem var 64 ára gamall, greindist með heilabilun fyrir þremur árum.

Bræðurnir Angus (t.v.) Malcolm Young í mars árið 2000.
Bræðurnir Angus (t.v.) Malcolm Young í mars árið 2000. AFP

Í tilkynningu frá aðstandendum Young sem BBC greinir frá kemur fram að hann hafi látist í faðmi fjölskyldunnar.

Malcolm og bræður hans tveir, Angus og George, gegndu allir stóru hlutverki í AC/DC um árabil, Angus sem aðalgítarleikari hljómsveitarinnar og George sem upptökustjóri. George lést í síðasta mánuði.

Malcolm Young fæddist árið 1953 í Glasgow en flutti með fjölskyldu sinni til Ástralíu þegar hann var 10 ára. Hann tók þátt í að stofna AC/DC árið 1973. Young kom að stórum hluta lagasmíða hljómsveitarinnar sem komu henni á heimskort rokksins, þar á meðal slögurunum Back in Black, Highway to Hell og You Shook Me All Night Long.

Áætlað er að plötur AC/DC hafi selst í yfir 200 milljónum eintaka um heim allan.

„Malcolm, vel að verki staðið,“ segir í yfirlýsingu sem send var út í tilefni af andláti hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant