Ekki verið áreitt í bransanum

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Leikkonan og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur leikið í fjölmörgum leikritum og kvikmyndum hérlendis. Hún hefur líka starfað töluvert í sjónvarpi eða fyrst sem Silvía Nótt og síðar í öðrum skemmtiþáttum eins og Ísland Got Talent. 

Í gegnum leik og starf hefur hún kynnst fjölmörgum íslenskum leikstjórum og segir að samlandar hennar í þessum störfum séu algerir toppmenn og hafi aldrei komið illa fram við hana eða áreitt hana kynferðislega. 

Hún hóf feril sinn þegar hún tók þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Kópavogs. Árið 2004 lék hún í Hárinu sem Rúnar Freyr Gíslason leikstýrði og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var tónlistarstjóri. Þar lék hún á móti Birni Thors leikara. 

Árið 2005 fór boltinn að rúlla fyrir alvöru þegar Silvía Nótt varð til en hún fékk tvær Eddur á Edduverðlaununum og var valin sjónvarpsmaður ársins. Þátturinn Sjáumst með Silvíu nótt var valinn skemmtiþáttur ársins. Ári seinna fékk hún hlutverk í Mýrinni sem var gerð eftir sögu Arnalds Indriðasonar. Baltasar Kormákur leikstýrði Ágústu Evu í þeirri mynd en þar fór hún með hlutverk Evu Lindar sem var á kafi í fíkniefnum. 

Árið 2008 vann hún að þróun og undirbúningi skemmtiþáttarins Svalbarða sem var stýrt af Þorsteini Guðmundssyni. Í þættinum var hún söngkona hljómsveitarinnar sem lék lög á milli atriða. 

Ári síðar fór hún með hlutverk í Bjarnfreðarsyni sem var leikstýrt af Ragnari Bragasyni. Þar fór hún með hlutverk Bjarnfreðar þegar hún var ung. Sama ár lék hún Margréti í kvikmynd Ólafs De fleur, Kurteist fólk. Árið 2011 fór hún með hlutverk í Borgríki og í fyrra fór hún með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant