Daði Freyr í aðalhlutverki í tölvuleik

Daði Freyr er í aðahlutverki í nýjum íslenskum tölvuleik.
Daði Freyr er í aðahlutverki í nýjum íslenskum tölvuleik. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sló í gegn í undankeppni Eurovision í síðastliðinn vetur fer með aðalhlutverkið í nýjum íslenskum tölvuleik, Neon Planets, sem kemur út í App Store og Google Play á morgun, föstudag. 

Í leiknum er að finna þrjú ný lög eftir Daða Frey. Spilarinn slæst í för með Daða Frey um litríkar neon-plánetur með það að markmiði að næla sér í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Á leið sinni þarf spilarinn að forðast slæmar nótur og keppast við að næla sér í stig og verðlaun.

Tölvuleikurinn er framleiddur af íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Rosamosi ehf. sem hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á tónlistartölvuleikjum fyrir börn undir nafninu Mussila. Neon Planets ft. Daði Freyr er fyrsti leikurinn í nýrri vörulínu sem höfðar til eldri spilara. 

Daði Freyr sló í gegn í Söngvakeppninni.
Daði Freyr sló í gegn í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson