Moss ver vísindakirkjuna

Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Handmaid's Tale.
Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Handmaid's Tale. AFP

Elisabeth Moss, sem fer með aðalhlutverkið í hinum geysivinsælum sjónvarpsþáttum The Handmaid's Tale, varði vísindakirkjuna sem hún tilheyrir í færslu á Instagram.

Þættirnir The Handmaid's Tale eru byggðir á vísindaskáldsögu eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood. Í þeim er fjallað um ríki sem öfgafullur hópur stofnar í Bandaríkjunum eftir að ófrjósemi er farin að herja á heimsbyggðina. Ríkið er kallað Gilead og karlmennirnir sem því stjórna níðast á konum og líta á þær sem útungunarvélar.

Nokkrar af aðalpersónum Handmaid's Tale; þernurnar sem eiga að fjölga …
Nokkrar af aðalpersónum Handmaid's Tale; þernurnar sem eiga að fjölga mannkyninu.

Moss skrifaði færslu á Instagram um að nú væri síðasti viðburðurinn tengdur fyrstu þáttaröð Handmaid's Tale afstaðinn í bili. Við færsluna skrifar einn aðdáandi hennar að áhugavert sé að heimsmynd þeirra sem stjórna Gilead sé sú sama og vísindakirkjunnar. „Bæði Gilead og vísindakirkjan trúa því að utanaðkomandi upplýsingar (fréttir) séu rangar og af hinu slæma, það er mjög áhugavert,“ skrifar aðdáandinn.

Moss hefur ekki tjáð sig mikið um vísindakirkjuna þó að hún hafi þurft að þola mikla gagnrýni fyrir að tilheyra henni. En nú gerði hún undantekningu og svaraði færslu aðdáandans. „Þetta er ekki rétt hvað varðar vísindakirkjuna. Trúfrelsi og umburðarlyndi og það að skilja sannleikann og jafnrétti fyrir alla kynþætti, er mér gríðarlega mikilvægt. Það allra mikilvægasta í rauninni. Þess vegna snerti Gilead (og The Handmaid's Tale) mig á mjög persónulegan hátt. Takk fyrir þessa áhugaverðu spurningu!“

Leah Remini, sem þekkt er m.a. fyrir hlutverk sitt í King of Queens, er fyrrverandi meðlimur vísindakirkjunnar. Hún hefur talað opinskátt um veru sína þar og þau áhrif sem hún hafði á hana. Í heimildarþáttum um vísindakirkjuna sagði Remini að vísindakirkjan tryði

Leah Remini.
Leah Remini. Ljósmynd/Lwp Kommunikáció

á „ásættanlegan sannleika“. Það þýddi að meðlimir segðu aðeins það sem þætti ásættanlegt fyrir almenning. Hún sagði að Moss talaði ekki lengur við sig. „Hún heldur að hún geti það ekki [...] því ég hef talað opinskátt gegn vísindakirkjunni. Svo að hún má ekki tala við mig. Og ég veit það og að það setur hana í erfiða stöðu.“

Remini segist hins vegar ekki hafa neitt á móti Moss annað en það að hún héldi áfram að styðja hóp sem eyðileggur fjölskyldur og misnotar fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler