Twin Peaks-leikari ákærður fyrir morðtilraun

Jeremy Lindholm.
Jeremy Lindholm.

Leikarinn Jeremy Lindholm, sem leikur í nýrri þáttaröð Twin Peaks, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa slegið kærustu sína ítrekað með hafnarboltakylfu.

Lindholm, sem er 41 árs gamall, var handtekinn í Washington á miðvikudag eftir að lögregla fékk tilkynningu um árásina. Þetta kemur fram í frétt Sky-fréttastofunnar.

Myndir náðust af Lindholm flýja af vettvangi með kylfuna í hönd, áður en hann var handtekinn og færður í varðhald.

„Það voru upplýsingar sem gáfu í skyn að ætlun Lindholm hafi verið að drepa fórnarlambið,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu um málið. 

Að því er fram hefur komið í fjölmiðlum vestanhafs sagði Lindholm við lögreglu að hann hefði verið að rífast við kærustu sína til fimm ára, áður en hún fór út til að kaupa handa honum drykk. Eftir að hafa beðið um stund fór Lindholm út og fann hana á vinnustað hennar. Var hann þá vopnaður kylfunni.

Kærastan var færð á sjúkrahús en er ekki í lífshættu.

Umboðsmenn Lindholm sögðu í yfirlýsingu í vikunni að þeir væru orðlausir yfir fréttunum af árásinni. „Við höfum unnið með honum við bókanir í sjónvarp, kvikmyndir og auglýsingar. Okkur er mjög brugðið yfir fréttum af handtökunni. Okkar samskipti við hann hafa alltaf verið fagleg. Við munum fylgjast með réttarhöldunum. Hugur okkar er hjá öllum sem eiga hlut að máli og fjölskyldum þeirra.“

Þriðja þáttaröð Twin Peaks, Twin Peaks: The Ret­urn hófst í maí. Marg­ir hafa beðið átekta eft­ir sjón­varpsþátt­un­um en 25 ár eru liðin frá lok­um þeirra. Lindholm lék í sjötta þætti seríunnar sem sýndur var á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant