Beyoncé gefur út bók

Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar.

Söngkonunni Beyoncé Knowles er ýmislegt til lista lagt, en hún hefur nú gefið út bókina How To Make Lemonade. Segja má að bókin sé nokkurs konar framhald af plötunni Lemonade sem Beyoncé gaf út í fyrra.

Eins og aðdáendur söngkonunnar vita var Lemonade sjónræn plata, en samhliða henni kom út tónlistarkvikmynd. Beyoncé hlaut mikið lof fyrir plötuna, þar sem hún fjallaði meðal annars um sögu svartra í Bandaríkjunum og gagnrýndi kerfið. Þá fjallaði hún einnig um hjúskaparbrot eiginmanns síns.

Bókin sem Beyoncé hefur nú gefið út er 600-blaðsíðna kaffiborðsbók (e. coffee table book) þar sem hún fer yfir gerð plötunnar á sjónrænan hátt.

Eng­inn hef­ur hlotið eins marg­ar til­nefn­ing­ar til Grammy-verðlaun­anna og Beyoncé en enn sem komið er hef­ur hún ekki unnið fyr­ir plötu árs­ins. Á hátíðinni þetta árið féllu í skaut Adele, sem sagði í þakk­arræðu sinni að Beyoncé ætti frek­ar skilið að hljóta þau. Í kjölfarið braut hún verðlaunagripinn í tvennt og gaf Beyoncé.

Hægt er að lesa meira um bókina og kaupa hana á heimasíðu Beyoncé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant