Paris Hilton hefur beðist afsökunar á því þegar hún varði Donald Trump Bandaríkjaforseta í viðtali við Marie Claire.

Í viðtalinu, sem var tekið í nóvember á seinasta ári, sagði Hilton að konurnar sem kærðu Trump fyrir kynferðislega áreitni væru bara að leitast eftir athygli og frama. Um 12 konur hafa ásakað Trump um kynferðislega áreitni, hann hefur neitað öllum ásökunum og hefur ekki verið dæmdur sekur. 

Eftir mikið bakslag frá netinu baðst Hilton, sem er fjölskylduvinur Trumps, afsökunar á þessum athugasemdum og tók þær til baka. Hún sagði einnig að þessar athugasemdir hafi verið teknar úr samhengi og hefðu ekki verið túlkaðar eins og hún vildi. 

„Ég var að tala um mína eigin reynslu og hlutverk fjölmiðla og frama í okkar samfélagi. Það var aldrei ætlunin að athugasemdir mínar yrðu mistúlkaðar næstum ári seinna,“ sagði Hilton um leið og hún lýsti því yfir að hún væri femínisti.

„Þegar fólk verður frægt, þá koma allir þessir tækifærissinnar út og reyna að verða frægir. Þeir eru bara að sækjast eftir peningum þó svo að ekkert hafi gerst. Þess vegna trúi ég ekkert að þessu,“ sagði Hilton í upprunalega viðtalinu.

„Ég er líka viss um að þær hafi reynt að sofa hjá honum. Ég hef séð margar konur sem fíla hann því hann er ríkur, myndarlegur og sjarmerandi þannig að ég er viss um að þessar stelpur skálduðu þetta allt,“ bætti hún við.