Stendur fyrir umhverfisvænum kappakstri

Leonardo DiCaprio hefur áhyggjur af hlýnun jarðar.
Leonardo DiCaprio hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. AFP

Kvikmyndaleikarinn og umhverfissinninn Leonardo DiCaprio sást í New York um helgina fyrir fyrsta umhverfisvæna formúlukappakstur borgarinnar, „Formula E“. Daily Mail greinir frá þessu.

DiCaprio hefur lengi barist fyrir bættu umhverfi og vakti mikla athygli með heimildarmynd sinni „Before the Flood“ um afleiðingar hlýnunar jarðar. Leikarinn er einn af stærstu fjárfestum kappakstursins. 

Leikarinn gekk til liðs við formenn kappakstursins árið 2012 þar sem þessi keppni er miklu umhverfisvænni valkostur en Formúla 1 en bílarnir ganga allir fyrir rafmagni en ekki bensíni. 

DiCaprio sagðist hafa fjárfest í kappakstrinum vegna þess að hann heldur að þetta breyti því hvernig fólk hugsar um rafmagnsbíla. 

„Mér finnst líka flott að allar keppnirnar eru haldnar í stórborgum,“ bætti leikarinn við. „Stórborgir eru áhyggjuefni. Þær eru verstar fyrir umhverfið og því fleiri rafmagnsbílar á götum borga því betra.“

Fleiri stjörnur mættu sem áhorfendur kappakstursins eins og kvikmyndaframleiðandinn og leikarinn Michael Douglas og kona hans, leikkonan Catherine Zeta-Jones.

Leonardo DiCaprio er einn af fjárfestum Formúlu E.
Leonardo DiCaprio er einn af fjárfestum Formúlu E. skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler