Með falska forsíðumynd í golfskálum sínum

Þessi forsíðumynd er ekki ekta
Þessi forsíðumynd er ekki ekta mbl/skjáskot

Fölsk forsíðumynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta sást hangandi á veggjum að minnsta kosti fimm golfskála hans um allan heim en The Washington Post greinir frá því. 

Forsíðumyndin er dagsett 1. mars, 2009. Hún er frá Time Magazine þar sem Trump, klæddur jakkafötum, horfir spekingslegur fram á við. Fyrirsögnin á myndinni hrósar Trump fyrir þátt hans „The Apprentice.“

Myndin er umkringd öðrum greinum frá ýmsum miðlum sem hrósa Trump og fjölskyldumeðlimum hans út í eitt. 

Forsvaramaður fyrir tímaritið hefur staðfest það að myndin sé fölsk og hefur fyrirtækið beðið Trump um að fjarlægja þessar myndir úr öllum golfskálum sínum. 

Trump hefur sjálfur mikið gagnrýnt fjölmiðla í Bandaríkjunum fyrir að framleiða mikið af fölskum fréttum en forsvaramenn hans hafa ekki viljað svarað spurningum blaðamanna um það hver gerði myndina. 

Hér sést myndin hanga upp á vegg golfskála Trumps.
Hér sést myndin hanga upp á vegg golfskála Trumps. mbl/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson