Höfundur Paddington látinn

Michael Bond.
Michael Bond. AFP

Bretinn Michael Bond, höfundur Paddington-bókanna, er látinn 91 árs að aldri. Bækur Bonds um Paddington hafa selst í 30 milljónum eintaka um heim allan en auk þess kom út stórmynd um ævintýri bjarnarins frá Perú út fyrir þremur árum síðan.

Fyrsta bókin „Björn sem heitir Paddington“ kom út árið 1958. Fjöldi bóka voru skrifaðar um Paddington, björn sem elskar marmelaði og flytur til London úr myrkustu skógum Perú. 

Bond starfaði sem kvik­mynda­tökumaður hjá BBC þegar hann keypti leik­fanga­bangsa handa konu sinni í jóla­gjöf og varð það inn­blást­ur hans að sög­un­um um Padd­ingt­on Bangsa.

„Hann var sannkallaður herramaður,“ sagði Ann-Janine Murtagh útgefandi hjá HarperCollins Children's Books sem gáfu bækurnar um Paddington út.

„Hans verður um alla tíð minnst fyrir Paddington sem snerti hjörtu fjölda barna og mun lifa í hjörtum ókomna kynslóða,“ bætti hún við.

Björninn Paddington.
Björninn Paddington.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson