Starfar sem brúðarmeyja í fullu starfi

Jen Glantz er í óvenjulegri vinnu.
Jen Glantz er í óvenjulegri vinnu. skjáskot/The Telegraph

Það er hægt að sjá Jen Glantz í mörgum brúðkaupum og ekki endilega af því að hún á svo marga vini heldur af því að hún vinnur við að vera brúðarmeyja.

The Telegraph greinir frá því að Glantz byrjaði með fyrirtæki sitt Bridesmaids For Hire fyrir þremur árum. Glantz segir að hugmyndin hafi komið eftir að tvær vinkonur hennar hafi beðið hana um að vera brúðarmeyja hjá sér á tveimur sólarhringum. Fyrir það var hún búin að vera brúarmeyja fjórum sinnum sama árið. „Ég var hissa af því ég var ekki einu sinni það náin vinkona þessara tveggja vinkvenna,“ sagði Glantz. „Þær báðu mig vegna þess að ég er skipulögð og verð ekki auðveldlega stressuð.“

Þjónustan hjá Glantz getur verið mismunandi allt frá því að vera bara brúðarmeyja á stóra deginum yfir í það að Glantz hjálpi til við gæsun. En dýrasti pakkinn hjá Glantz kostar hátt í 200 þúsund krónur. 

Ástæðan fyrir því að fólk leigir brúðarmey getur verið mismunandi að sögn Glantz. Stundum búa fjölskyldur og vinir langt í burtu eða hafa einfaldlega ekki tíma í að taka þátt í brúðkaupsundirbúningi. Hún var til dæmis eitt sinn brúðarmeyja þar sem voru 12 brúðarmeyjar í brúðkaupinu. Glantz var ráðin til þess að sjá um að hinar 11 venjulega brúðarmeyjar mættu á réttum tíma og færu ekki að rífast. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson