Gregg Allman allur

Gregg Allman á tónleikum í Alabama árið 2010.
Gregg Allman á tónleikum í Alabama árið 2010. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Gregg Allman, einn af stofnendum hljómsveitarinnar Allman Brothers Band, er látinn, 69 ára að aldri. Allman barðist lengi við fíkniefnadjöfulinn og hafði sigur. Hann gekk einnig í gegnum mikinn fjölskylduharmleik á lífsleiðinni. Banamein hans var lifrarkrabbamein.

Allman lést á heimili sínu í Savanna í Georgia í faðmi fjölskyldu sinnar og vina að sögn umboðsmanns hans til margra ára, Michael Lehman.

Allman glímdi við margvísleg heilsufarsvandamál síðustu æviárin. Hann var giftur tónlistarkonunni Cher á sjöunda áratugnum en þau skildu. Hún hefur vottað honum virðingu sína á Twitter í kvöld.

Hljómsveit Allmans, sem hann stofnaði ásamt bróður sínum Duane og tveimur félögum, samdi og lék tónlist sem var blanda af rokki, blús, djassi og sveitatónlist. Sveitin var mjög vinsæl á sjöunda áratugnum og fór víða og hélt tónleika.

Gregg Allman lék á hammond og var aðalsöngvari sveitarinnar. Þá samdi hann einnig nokkur af vinsælustu lögum hennar, m.a. Midnight Rider, Wasted Words, ballöðuna Melissa og eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Whipping Post.

Hann missti bróður sinn, Duane, í mótorhjólaslysi árið 1971. Hljómsveitin lagði upp laupana, í fyrsta sinn, nokkrum árum síðar. Allmann hélt hins vegar áfram að semja og leika tónlist og kom Allmans Brothers Band saman nokkrum sinnum næstu áratugina.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler