Rómantískt brimbrettarokk í Vopnafirði

Hljómsveitin Bárujárn hefur getið sér gott orð á undanförnum árum …
Hljómsveitin Bárujárn hefur getið sér gott orð á undanförnum árum með sitt brimsýrurokk.

Hljómsveitin Bárujárn frumsýnir spánýtt tónlistarmyndband við lag sitt Vopnafjörður. Lagið er jafnfram fyrsti „singúllinn“ af þriðju hljómskífu sveitarinnar sem er væntanleg á hausti komanda. 

Myndbandið er unnið í samstarfi við vídeólistamanninn Sigurð Unnar Birgisson og dansarann Asiu Gruberska. Það fjallar um unga konu sem fer niður í fjöru og dansar við hafið. Þar sameinast tvö af helstu einkennismerkjum tónlistar Bárujárns: dans og hafið. Enda er tónlistinni best lýst sem dansvænu brimbrettarokki (e. surf).

Á dögunum kom svo Vopnafjörður út á 7 tommu vínylplötu á vegum Bónusplatna. Áhugasamir geta nælt sér í eintak á Kaffi Vínyl á Hverfisgötu. 

Dansarinn Asía Gurbeska í nýja myndbandinu.
Dansarinn Asía Gurbeska í nýja myndbandinu. Skjáskot/YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson