Roger Moore látinn

Breski leikarinn Roger Moore er látinn, 89 ára að aldri. Börn hans skýrðu frá andlátinu í dag á Twitter og sögðu að Moore hefði látist eftir skammvinna baráttu við krabbamein. 

Fram kom að Moore, sem lést í Sviss, verði jarðsettur í Mónakó, þar sem hann átti einnig heimili. 

Moore lék breska njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum en áður lék hann m.a. í sjónvarpsþáttum um Dýrlinginn, sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu á upphafsárum þess. Raunar var þátturinn á dagskrá í fyrstu útsendingu Ríkissjónvarpsins, 30. september 1966. 

Moore kom til Íslands árið 2005 en hann var þá velgjörðarsendiherra UNICEF. 

Roger George Moore fæddist í Stockwell, úthverfi London, 14. október árið 1927. Allt frá æsku dreymdi Moore um að verða leikari og hann stundaði leiklistarnám við Royal Academy of Dramatic Art. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann árið 1946, aukahlutverk í Caesar and Cleopatra.

Næstu árin lék Roger Moore í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en það var ekki fyrr en hann tók að sér hlutverk Dýrlingsins Simons Templars árið 1962 að stjarna hans sem leikara fór að skína skært.

Moore sagði í sjálfsævisögu sinni, My Word is Bond, að fyrst hafi verið nefnt við hann að leika hlutverk James Bond árið 1967. En það var ekki fyrr en 1973 að hann lék njósnarann fyrst, í myndinni Live and Let Die. Hann var þá 45 ára, tveimur árum eldri en Sean Connery, sem hann leysti af hólmi.  Hann þurfti að grenna sig, fara í líkamsrækt og láta klippa sig til að falla betur að ímynd njósnarans.

Alls lék Moore í sjö James Bond-myndum, sú síðasta var A View to a Kill sem var frumsýnd árið 1985 þegar Moore var 57 ára.

„Því miður varð ég að hætta í Bond-myndunum,“ sagði Moore, þegar stjarna tileinkuð honum var afhjúpuð á Frægðarstígnum í Hollywood, skömmu fyrir áttræðisafmæli hans. „Stúlkurnar urðu alltaf yngri og yngri en ég varð bara eldri.“

Moore var aðlaður árið 2003. Hann var fjórkvæntur en eftirlifandi eiginkona hans er Kristina Tholstrup. Hann eignaðist þrjú börn með þriðju eiginkonu sinni. 

Myndir úr ævi Rogers Moore

Viðtal við Roger Moore

Roger Moore.
Roger Moore. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
„Stúlkurnar urðu alltaf yngri og yngri en ég varð alltaf …
„Stúlkurnar urðu alltaf yngri og yngri en ég varð alltaf eldri,“ sagði Roger Moore. Á myndinni er hann með leikkonunum Traci Bingham og Eva Halina í Cannes árið 1999. AFP
Roger Moore við Volvo P1800-bílinn, sem notaður var í sjónvarpsþáttunum …
Roger Moore við Volvo P1800-bílinn, sem notaður var í sjónvarpsþáttunum um Dýrlinginn. AFP
Roger Moore og Luisa Mattioli giftu sig árið 1969. Þau …
Roger Moore og Luisa Mattioli giftu sig árið 1969. Þau eignuðust saman þrjú börn. AFP
Roger Moore árið 1972 þegar tilkynnt var að hann hefði …
Roger Moore árið 1972 þegar tilkynnt var að hann hefði verið valinn til að leika James Bond.
Roger Moore með vini sínum Michael Caine árið 2000.
Roger Moore með vini sínum Michael Caine árið 2000. AFP
Hjónin Roger Moore og Kristina Tholstrup árið 2013.
Hjónin Roger Moore og Kristina Tholstrup árið 2013. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler