Ólafur Egilsson ráðinn til RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson og Ólafur Egill Egilsson.
Skarphéðinn Guðmundsson og Ólafur Egill Egilsson.

Leikarinn og leikstjórinn Ólafur Egill Egilsson hefur verið ráðinn handritaráðgjafi RÚV. Hann var valinn úr hópi 79 umsækjenda. 

„Handritaráðgjafi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þróun leikins efnis. Í starfinu felst móttaka hugmynda, mat á verkefnum, þátttaka í verkefnavali, þróun handrita og framleiðsla á verkum sem RÚV er meðframleiðandi að. Samhliða ráðningu handritaráðgjafa tekur til starfa fagráð um leikið efni sem fær til reglubundinnar meðferðar öll leikin verkefni á vegum RÚV. Þau leiknu verkefni sem RÚV tekur þátt í sem meðframleiðandi, aðalframleiðandi eða kaupandi sýningarréttar verða undir undir merkjum RÚV mynda,“ segir í fréttatilkynningu frá RÚV. 

Það að ráða handritaráðgjafa er í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV til 2021. 

„Eitt af meginmarkmiðum hennar er efling íslenskrar menningar og frumsköpun, þar á meðal með því að leggja enn frekar aukna áherslu á leikið íslenskt efni, þar sem sagðar eru sögur úr næsta umhverfi, stórar sem sem smáar, frumlegar, spennandi, dramatískar, krefjandi, skemmtilegar, hjartnæmar, nærandi og gefandi. Slíkar sögur eiga sérstaklega erindi við íslenska þjóð á sama tíma og ofgnótt er af sögum sem spegla erlendan veruleika. RÚV tekur í vaxandi mæli þátt í kvikmyndagerð hérlendis og mörg verkefnanna hafa notið mikilla vinsælda, þ. á m. Ófærð, Ligeglad og Fangar. Í haust verður frumsýnd þáttaröð fyrir alla fjölskylduna, Loforð, Ófærð 2 er í framleiðslu og í síðustu viku greindu Baltasar Kormákur leikstjóri og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri frá nýju stórverkefni, kvikmynd og sjónvarpsþætti upp úr Sjálfstæðu fólki,“ segir jafnframt í fréttatilkynningunni. 

En hver er Ólafur Egill Egilsson? Jú, hann er 39 ára og útskrifaðist úr leiklistardeild Háskóla Íslands árið 2002. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga og kvikmynda. Einnig hefur hann skrifað leikgerðir að leikverkum eins og Fólkið í kjallaranum og Svar við bréfi Helgu. Hann hefur verið meðhöfundur leiksýninga á borð við Karitas og Sjálfstætt fólk og nú síðast Ellý. Ólafur Egill var meðhöfundur kvikmyndanna Sumarlandið, Brim, Brúðguminn, Afinn og Eiðurinn og sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð. Þá hefur hann einnig verið handritaráðgjafi við gerð fjölda kvikmynda og sjónvarpsverkefna. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir sín störf, m.a. Grímuna.

„Það er mikill fengur í Ólafi Agli og við erum þess fullviss að öll hans þekking og reynsla á sviði handritagerðar og -ráðgjafar eigi eftir að reynast afar dýrmæt og drjúg við að efla þátt leikins efnis hjá RÚV,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler