Frægð í skugga sorgar

Keanu Reeves á ekki erfitt með að deila auðæfum sínum.
Keanu Reeves á ekki erfitt með að deila auðæfum sínum.

Keanu Reeves hefur ekki bara dansað á rósum. Þrátt fyrir frægð og frama hefur Reeves gengið í gegnum marga raunina á lífsleiðinni. Hann fæddist árið 1964, eldra barn foreldra sinna. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna og var lítið sem ekkert samband á milli feðganna, allt frá barnsaldri Reeves. Móðir hans flutti ört á milli borga en þau enduðu í Toronto og kallar Reeves Kanada heimaland sitt. Hann skipti oft um skóla og átti í erfiðleikum með nám vegna lesblindu. Reeves hætti í menntaskóla og hóf þá leiklistarferil sinn. Hann fékk nokkur hlutverk á sviði og minniháttar hlutverk í sjónvarpsmyndum. Árið 1986 fékk hann hlutverk á móti Rob Lowe í Youngblood sem var tekin upp í heimabæ hans Toronto. Stuttu síðar tók hann föggur sínar og flutti til Hollywood og boltinn fór að rúlla.

Hann varð frægur fyrir hlutverk sitt í Bill and Ted's Excellent Adventure (1989) og á næstu árum fékk hann mörg ágætis hlutverk, m.a. í Parenthood og I Love you to Death. Hann lék á móti River Phoenix í My own Private Idaho. Þeir urðu bestu vinir en Phoenix lést árið 1993 af völdum ofneyslu eiturlyja, aðeins 23 ára gamall. Reeves segist oft hugsa til hans og saknar hans mikið.

Árið 1998 kynntist Reeves leikkonunni Jennifer Syme. Þau urðu ástfangin og árið 1999 varð hún ólétt og gekk með stúlkubarn. Þegar Syme var komin átta mánuði á leið fæddist stúlkan andvana. Það gerði út af við sambandið en þau héldu áfram að vera vinir. Aðeins átján mánuðum eftir barnsmissinn lést Syme í bílslysi. Reeves sagði löngu síðar að sorgin breyttist með tímanum en hyrfi aldrei.

Systir hans og besti vinur, Kim, fékk hvítblæði árið 1991 og barðist í áratug við sjúkdóminn þar til hún hafði betur. Reeves hefur varið stórum upphæðum til styrktar spítölum og rannsóknum á krabbameini en er ekki að hreykja sér af því.

Móðir hans Patricia og yngri systir Karina mæta á opnun.
Móðir hans Patricia og yngri systir Karina mæta á opnun.

Oft er rætt um hversu alþýðlegur Reeves er. Hann klæðist oftast venjulegum fötum, fer gjarnan með neðanjarðarlestum og á ekki heima í Hollywoodhöll, þó að það fari ágætlega um hann. Topp fimm myndir Reeves eru Bill and Ted's Excellent Adventure (1989), Point Break (1991), Speed (1994), The Matrix (1999) og John Wick (2014). 

Fæddist í Beirút

Keanu Charles Reeves fæddist 2. september 1964 í Beirút í Líbanon. Hann er sonur Patriciu Taylor, búningahönnuðar og sýningarstúlku, og Samuels Nowlins Reeves jarðfræðings. Móðirin er af breskum uppruna en faðirinn, sem fæddist á Hawaii, á ættir að rekja til Englands, Portúgals, Hawaii og Kína. Þegar hjónaband foreldranna fór í vaskinn flutti Keanu með móður sinni og yngri systur, Kim (f. 1966), til New York og þaðan til Toronto. Reeves átti þrjá stjúpfeður. Hann á auk þess tvö hálfsystkini sitt hjá hvoru foreldri, Karina Miller (f. 1976) og Emma Reeves (f. 1980).

Einstaklega gjafmildur

Keanu Reeves er þekktur í Hollywood fyrir einstaka gjafmildi. Eftir velgengni Matrix myndanna er sagt að Reeves hafi gefið 80 milljónir dollara, af þeim 114 milljónum sem hann þénaði, til starfsfólksins sem sá um förðun og tæknibrellur í myndunum þremur.

Einnig bauðst hann til að þiggja lægri laun í myndunum The Replacement og The Devil's Advocate til þess að leikararnir Gene Hackman og Al Pacino myndu samþykkja að leika í myndunum, en fjárhagsáætlanir leyfðu ekki að borga báðum leikurum stórar upphæðir.

Hann er einnig þekktur fyrir að verja miklum fjármunum í góðgerðarmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler