„Það var eiginlega bara gott að þetta gerðist“

Svala segist vera ótrúlega þakklát fyrir það að fólk treysti …
Svala segist vera ótrúlega þakklát fyrir það að fólk treysti henni til að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. „Ég tek því mjög alvarlega og finnst það alls ekki sjálfsagt að fá svona mikinn stuðning og hvatningu.“ Ljósmynd/Jeaneen Lund

Myndband sem sýndi nokkrar sekúndur úr atriðið Íslands í Eurovision fékk 10 þúsund áhorf á Youtube áður en það var tekið niður þar sem því var lekið ólöglega á netið. „Það var eiginlega bara gott að þetta gerðist, byggir upp spennu fyrir atriðinu,“ segir Svala Björgvinsdóttir í samtali við mbl.is.

Aðeins tveir dagar eru í að Svala Björgvinsdóttir stígi á Eurovision-sviðið í Kænugarði en þá fer fram fyrsta æfing. Svala keppir síðan í fyrri undankeppninni 9. maí og verður þrettánda á svið.

Svala segir undirbúninginn fyrir keppnina ganga mjög vel. „Við höfum alveg verið að vinna í atriðinu síðan við unnum keppnina á Íslandi,“ segir Svala. „Það er mjög mikil vinna búin að vera í gangi og svo heldur hún bara áfram úti.“

Vildi vera kvenlegri en samt ennþá töffari

Hún segist hafa gert breytingar á atriðinu síðan í Söngvakeppni Sjónvarpsins en alls ekki miklar. „Sviðið er rosalega stórt í Kænugarði og miklu fleiri myndavélar og allt miklu stærra og meira og við urðum að breyta atriðinu aðeins til að það myndi njóta sín á stærri skala,“ segir Svala en bætir við að hún vilji helst ekki segja of mikið. „Ég vil að fólk sjái það bara þegar það verður sýnt.“

Hópurinn vinnur með sjónlistarmanninum Roland Hamilton og hannaði hann nýju grafíkina fyrir atriðið. Segir Svala Hamilton ótrúlegan listamann sem hefur m.a. séð um alla grafík fyrir Gorillaz á þeirra tónleikaferðalögum.

„Ég verð síðan í nýjum búningi sem var hannaður af John Sakalis og Eddie Debarr í Los Angeles.  Búningurinn er ennþá hvítur en hann er samt frekar ólíkur hvítu jakkafötunum sem ég var á Íslandi. Í íslenska atriðinu vildi ég vera meira „tomboy“ og vera í jakkafötum og strigaskóm. Í þetta skipti vil ég vera kvenlegri en samt ennþá töffari. Ég vann náið með þessum tveimur hönnuðum og ég er rosalega ánægð með búninginn. Hann er rosalega mikið ég og mun vonandi vekja athygli þarna úti,“ segir Svala um búninginn.

Svala á sviðinu í Laugardalshöll þar sem Söngvakeppni Sjónvarpsins fór …
Svala á sviðinu í Laugardalshöll þar sem Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í mars. „Sviðið er rosalega stórt í Kænugarði og miklu fleiri myndavélar og allt miklu stærra og meira og við urðum að breyta atriðinu aðeins til að það myndi njóta sín á stærri skala,“ segir Svala en bætir við að hún vilji helst ekki segja of mikið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lekinn hefur byggt upp spennu fyrir atriðinu

Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hluta af atriði Svölu hefði verið lekið á Youtube. Svala segir að einhver í salnum hafi tekið atriðið upp á símann sinn á tækniæfingu í salnum úti í Kænugarði og sett á Youtube og gerðist það sama í fyrra með einhver atriði. Svala var þó ekki á sviðinu held­ur úkraínsk söng­kona sem kom í henn­ar stað á meðan tækni­menn voru að und­ir­búa sig fyr­ir atriðið.

„Það sem lak frá mínu atriði voru bara nokkrar sekúndur af grafík á skjánum og gólfinu þegar var verið að prufukeyra það á sviðinu,“ segir Svala. Áður en myndbandið var tekið út af hafði það fengið 10 þúsund áhorf á einum degi og mjög mörg ummæli að sögn Svölu sem voru öll mjög jákvæð.

„Það var eiginlega bara gott að þetta gerðist, það byggir upp spennu fyrir atriðinu. En mér brá samt pínu þegar ég fékk 10 skilaboð á Instagram frá aðdáendum sem sendu mér skjámynd af þessu og spurðu hvort þetta væri úr mínu atriði. En sem betur fer þá voru þetta bara nokkrar sekúndur af grafík og ekkert annað,“ segir Svala.

Ótrúlega þakklát fyrir traustið

Alls voru greidd 242.840 at­kvæði í úr­slit­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins sem fram fór í mars. Svala hlaut sam­tals 124.828 at­kvæði eða rúm­an helm­ing allra at­kvæða kvölds­ins. Svala segist varla hafa trúað því þegar hún heyrði hvað hún hlaut mörg atkvæði í keppninni.

„Þetta var bara svo stórkostlegt kvöld og ég var svo ótrúlega þakklát að fólk treysti mér til að fara þarna út og keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Svala. „Ég tek það mjög alvarlega og finnst það alls ekki sjálfsagt að fá svona mikinn stuðning og hvatningu.“

Hún segist ekki endilega hafa búist við því að vinna keppnina. „Mér fannst Daði og Aron Hannes alveg meiriháttar til dæmis og svo voru svo mörg lög úr keppninni orðin vinsæl í útvarpi.  Ég var líka bara svo stolt af öllum sem kepptu því keppnin svo svo glæsileg og allir stóðu sig svo vel,“ segir Svala. „En ég er gríðarlega ánægð að hafa unnið og svo spennt að fara þarna út og syngja á stóra sviðinu.“

Svala segist ætla að setja bæði hjarta sitt og sál í flutninginn á stóra sviðinu. „Ég ræð ekki hvort ég komist upp úr undankeppni en auðvitað vil ég komast í lokakeppnina og komast sem lengst þar. En það vilja öll löndin.  En þetta verður alveg ótrúlega gaman og spennandi.“  

Alls voru greidd 242.840 at­kvæði í úr­slit­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins sem …
Alls voru greidd 242.840 at­kvæði í úr­slit­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins sem fram fór í mars. Svala hlaut sam­tals 124.828 at­kvæði eða rúm­an helm­ing allra at­kvæða kvölds­ins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson