Eurovision-bikarnum stolið af baðherberginu

Hér má sjá Johnny Logan með gripinn.
Hér má sjá Johnny Logan með gripinn. Skjáskot af Facebook

Írski lagahöfundurinn Shay Healy hefur nú lýst eftir bikarnum sem hann hlaut fyrir að vinna Eurovision árið 1980 en gripnum var stolið af heimili hans á dögunum.

Healy hlaut bikarinn fyrir lagið What‘s Another Year sem var flutt af Johnny Logan.

Svo virðist sem óprúttinn aðili hafi tekið bikarinn úr hillu þar sem hann stóð inn á baðherbergi á heimili Healy í Dublin. „Hver myndi stela svona grip?“ spyr Healy á Facebook síðu sinni og bendir á að bikarinn sé að mestu gerður úr plasti.

Irish Times segir frá.  

„Er einhver ungur náungi í svefnherberginu sínu fyrir framan spegil með hárbursta og þykist vera Johnny Logan á meðan dýrmæti bikarinn minn er á arinhillunni hans yfirgefinn og sviptur heimili sínu?“ skrifaði Logan en bætti reyndar við að ef að bikarinn finnist ekki losnar hann við að þurfa að ákveða hvor sonur hans fái að erfa hann.

Þá segist Healy vera handviss um að þjófurinn sé karlkyns þar sem kona „myndi ekki gera svona...Ég er ekki það upptekinn af verðlaunum og bikurum en ég mótmæli því að einhver sé að eiga við mína tónlistarsögu.“

Þá sagði hann að ef þjófurinn ætti leið framhjá heimili hans gæti hann skilað bikarnum án allra eftirmála.

Lagið What‘s Another Year má heyra hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant