Lögregla gómar 20 skrópfjölskyldur

Þýskum fjölskyldum er vissara að fara eftir að fara eftir …
Þýskum fjölskyldum er vissara að fara eftir að fara eftir reglum þegar haldið er í frí á skólatíma.

Lögreglan stóð 20 fjölskyldur að verki á flugvöllum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir Hvítasunnuhelgina sem tóku börn sín úr skóla án leyfis og stuðluðu þannig að skrópi barna sinna.

Með þessum lögregluaðgerðum við innritun á flugvöllum í Bæjaralandi, bæði í Memmingen og Nurnberg, vildi lögreglan vekja athygli barna, þó einkum foreldra, á því að skólaskylda ríkir í Þýskalandi samkvæmt lögum en það hefur færst í aukana að börn skrópi til þess að gera farið fyrr í frí með foreldrum sínum.

Lögregla var einnig í skólaskrópeftirliti á flugvellinum í München en þar voru engar sekar fjölskyldur á ferð. Á flugvöllum Bæjaralands var lögregla vakandi yfir fjölskyldum með börn á grunnskólaaldri og var kannað sérstaklega við vegabréfseftirlit og innritun í flug inn hvort foreldrar hefðu leyfi frá skólum fyrir hönd barnanna sinna.

Lögreglan áréttaði við foreldra að taka ekki börnin úr skóla …
Lögreglan áréttaði við foreldra að taka ekki börnin úr skóla og freista þess að fá ódýrara flugfargjald án þess að vera með skriflegt leyfi frá skólum barnanna. . AFP

Þeim foreldrum sem kusu frekar að fljúga í fríið en senda börnin sín í skólann var birt ákæra og geta þau búist við sektum í kjölfarið. Í þeim tilfellum þar sem grunur var um skróp barna á grunnskólaaldri var óskað eftir skriflegu leyfi frá skólum barnanna yrði framvísað. Þegar slíku leyfi var ekki til að dreifa var haft samband við skóla barnanna. Samkvæmt Spiegel var þó óljóst hvort börn voru tekin frá fjölskyldum sínum og send í skólann eftir að foreldrarnir flugu í fríið, en þó er staðfest að lögreglan áréttaði við foreldra að taka ekki börnin úr skóla og freista þess að fá ódýrara flugfargjald í fríið án þess að vera með skriflegt leyfi frá skólum barnanna.

Frétt þessi er unnin upp úr frétt á Spiegel Online

.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert