Frumsýna flaggskipið Lexus LS 500h

Á morgun, laugardaginn 17. mars, frá klukkan 12 – 16 verður flaggskip Lexus LS 500h frumsýnt hér á landi. Fer sýningin fram í húsakynnum Lexus við Kauptún í Garðabæ.

Þetta er ný kynslóð  af LS 500h og þar má  má finna allt það besta sem Lexus hefur fram að færa, nýjustu tækni, frábært japanskt handverk og einstaka lúxusupplifun fyrir ökumann og farþega.

„Bíllinn er glæsilegur að sjá á 20“ felgum og með kröftugu Lexus grilli og þegar komið er inn í bílinn má sjá undrin gerast. Sætin eru búin japönsku Shiatsu nuddi, tónlistar er notið gegnum Mark Levinson hljóðkerfi, sætin eru klædd sérvöldu Analine leðri, fótarými er eins og á lúxusfarrými og farþegar geta notið afþreyingar á tveimur 11,6“ skjáum. Skynjarar nema hitastig ökumanns og farþega og aðlaga hitastig að þörfum hvers og eins,“ segir í tilkynningu.

LS 500h er fjórhjóladrifinn og 359 hestafla Hybridvélin og 10 þrepa sjálfskiptingin koma honum í 100 km hraða á 5,5 sekúndum.

mbl.is