BMW X2 frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag

Hinn nýi BMW X2.
Hinn nýi BMW X2.

X2 er nýr fram- eða fjórhjóladrifinn bíll í X-línu BMW sem BL frumsýnir á morgun, laugardag, 17. febrúar milli kl. 12 og 16.

„Hönnun fjöðrunarkerfisins og viðbragð vélanna er mótað með þá í huga sem búa yfir mikilli akstursánægju og gera kröfu um framúrskarandi þægindi og eiginleika þar sem mikil akstursgeta fjórhjóladrifna bílsins fær einnig að njóta sín við krefjandi aðstæður utan helstu þéttbýlisstaða,“ segir í tilkynningu vegna sýningarinnar.

Þrjár vélar í boði

BMW X2 er í stærðarflokki milli X1 og X3 og leggja hönnuðir BMW áherslu á að X2 sé ekki síst hannaður með þá í huga sem búa utan borgarmarkanna þar sem vegaðstæður eru aðrar en í þéttbýlinu.

Hjá BL verður X2 boðinn í þremur útfærslum sem kosta á bilinu frá 5,790 þúsundum króna til 7.590 þúsunda króna. Grunnútgáfan, X2 2,0i sDrive, er framhjóladrifinn bíll með tveggja lítra 192 hestafla bensínvél við sjö gíra dual clutch sjálfskriftingu og er meðaleyðslan frá 5,5–5,9 l 100 km samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda.

Hinar tvær gerðir X2 eru báðar fjórhjóladrifnar og með 2,0 l eða 2,5 l dísilvél við átta gíra Steptronic sjálfskrifptingu. X2 xDrive 2,0d er með 190 hestafla vél sem eyðir að meðaltali frá 4,6-7,8 l 100 km en X2 xDrive er búinn 231 hestafla 2,5d lítra vél sem eyðir að meðaltali frá 4,6-7,8 l 100 km samkvæmt uppgefnum tölum framleiðanda.

Ríkulegur staðalbúnaður

Allar gerðir X2 eru með miklum staðalbúnaði eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu BL. Meðal þess sem finna má í öllum gerðum eru tvöfalt púst, þokuljós, hitaðir útispeglar og rúðupissstútar og regnskynjari á rúðuþurrkum. Til frekari þæginda eru X2 búinn lykillausri gangsetningu, hraðastilli, ECO PRO, Comfort Mode og Sport Mode akstursstillingum, loftþrýstingsskynjurum, bakkmyndavél og nálgunarvara að aftan og fleiri atriðum auk vönduðum BMW hljómtækjum með 100w sex hátölurum, skjá í mælaborði og þráðlausri farsímahleðslu svo nokkuð sé nefnt.

mbl.is