4X4 bílasýning hjá Suzuki

Reynsluakstur er í boði meðan á Suzuki sýningunni stendur.
Reynsluakstur er í boði meðan á Suzuki sýningunni stendur.

Suzuki bílar hf. kynna 4x4 fjölskyldu Suzuki á laugardaginn kemur, 20. janúar, frá klukkan 12 - 16 í Skeifunni 17.

„Fjórhjóladrifnir Suzuki henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Þeir eru kraftmiklir með aksturseiginleika í sérflokki og um leið sérlega sparneytnir. Suzuki selur 4x4 bifreiðar í miklu úrvali, ýmsar stærðir og gerðir á góðu verði,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

Þar segir ennfremur, að ALLGRIP 4x4 fjórhjóladrifstækni Suzuki skili ríkri akstursánægju og um leið meiri sparneytni en áður. Það tryggi um leið öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður.

Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi aksturstillingar, (sjálfvirka stillingu, sportstillingu, akstur í snjó og læsingu) sem er stjórnað með einföldum þrýsti-og snúningsrofa í mælaborði.

Meðan á sýningunni stendur býðst gestum og gangandi að prófa einhvern fjórhjóladrifsbílana.

mbl.is