Dagar einkabílsins taldir í París

Bílar með brunavél verða ekki lengur leyfðir í París frá …
Bílar með brunavél verða ekki lengur leyfðir í París frá og með 2030 í síðasta lagi.

Borgarstjórinn í París hefur hafið stríð á hendur einkabílnum í borginni - og reyndar atvinubílum einnig. Boðar hún bann við dísilbílum upp úr 2020 og bensínbílnum í síðasta lagi 2030. Hún segir það ekki lengur móður meðal borgarbúa að eiga eigin bíl.

Í ræðu á hálfnuðu kjörtímabilinu í síðustu viku sagði borgarstjórinn, Anne Hidalgo, að notkun bíla með brunavélum gæti heyrt sögunni til í París jafnvel fyrir 2030.   Hún sagði einungis einn af hverjum tíu borgarbúum æki á bíl til vinnu.

„Að eiga sinn eigin einkabíl eru leifar frá  „dýrðlegum fjórða áratugnum“ og er ekki lengur í móð.  Það getur vel farið svo að bensínbílar verði horfnir af götum borgarinnar eitthvað fyrir 2030 vegna nýs hegðanamynsturs og nýtækni og framþróun í bílsmíði,“ sagði borgarstjórinn.     
Hidalgo kvaðst ekki fallast á að orðið „bann“ væri viðeigandi í umfjöllun um áform hennar. Brogarbúar og samtök bílaeigenda hafa hins vegar brugðist við og gagnrýnt hana harkalega fyrir boð hennar og bönn varðandi bílum.  

Hún réttlætir stefnu Parísarborgar og segir hana annars vegar vera hluta af því markmiði að gera borgina kolefnafría frá og með árinu 2050 auk þess sem verið væri að bregðast við vaxandi mengun í París. „Aldrei áður hefur mengun verið jafn marga daga yfir mörkum. Það er skylda okkar að bregðast skjótt við, jafnvel þótt erfitt sé. Takmarkið er að kom menguninni niður fyrir sérstök mörg,“ sagði Hidalgo.

mbl.is