Aldrei fleiri bílar keyptir í ágúst

Í nýliðnum ágústmánuði keyptu Norðmenn fleiri nýja bíla en nokkru sinni öðru í þessum mánuði.  Og vegna aukinnar sölu mánuð eftir mánuð er árið í ár það besta í 30 ár í Noregi.

Alls voru nýskráðir 13.415 bílar hjá frændum okkar Norðmönnum í ágúst, sem er 1,4% meira en í sama mánuði og 2016. Er ágústsalan 22,9% hærri en meðaltalsfjöldi seldra bíla í þessum mánuði næstu 10 árin á undan.

Alls voru nýskráðir 102.874 fólksbílar í Noregi fyrstu átta mánuði ársins, eða 0,8% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Áfram eru það merki á borð við BMW, Mercedes, Volvo og Audi sem jukust mest í sölu.

Ásamt auknum innflutningi nýrra bíla var einnig kraftmikil aukning í innflutningi notaðra fólksbíla til Noreg. Í ágústmánuði voru þeir 2.177 sem er 46,6% umfram sama mánuð í fyrra. Frá áramótum hafa verið fluttir inn 13.551 notaðir fólksbílar sem er 23,3% aukning milli ára.
Það eru fyrst og fremst tvinnbílar sem fylla þennan fjölda, svo sem Mitsubishi Outlander, Kia Soul Electric, Nissan Leaf og VW e-Golf.

Meirihluti bílanna sem skráðir voru í Noregi í ágústmánuði voru með rafknúnir. Alls voru 53,4% bílanna tvinnbílar, tengiltvinnbílar eða hreinir rafbílar. Sala dísilbíla dróst saman í mánuðinum en aðeins 23,3% nýskráðra bíla í ágústmánuði voru með dísilvélum, miðað við 29% í ágúst í fyrra, en þá var talað um frjáls fall í sölu dísilbíla í landinu. Og séu tvinnbílar með dísilvél ekki taldir með voru aðeins 22,4% nýskráðra bíla í ágúst með dísilvél.

Í ágústmánuði voru nýskráðir 2.780 nýir hreinir rafbílar og fjórir vetnisbílar. Er það aukning um 38,3% miðað við ágúst í fyrra. Þar með er hlutfall þessara svonefndu mengunarfríu bíla 20,8% í heildarfjölda seldra fjölskyldubíla í ágúst, en hlutfallið var 15,2% í sama mánuði í fyrra.

Frá áramótum til ágústloka voru skráðir 19.143 nýir rafbílar í Noregi, eða 30,6% fleiri en á sama tímabili 2016. Jafngildir það 18,9% í heildarmarkaðinum en í fyrra var hlutfallið 14,6%.
Til viðbótar voru fluttir inn 1.025 notaðir hreinir rafbílar í ágúst, sem er tvöfalt meira en árið  áður. Það sem af er ári hafa Norðmenn innflutt 4.605 notaða hreina rafbíla, sem er 34,8% meira en í fyrra.

mbl.is